Jólin..
Ég verð að viðurkenna að ég er pínu farin að spá í jólin en það kemur nú þrennt til! Í fyrsta lagi keypti ég nokkrar jólagjafir úti og fór því smá að spá í þau. Í öðru lagi erum við föndurkonur að spá í að skella okkur norður í föndurferð/húsmæðrarolof þar sem yrði föndrað væntanlega jóladót (allavega ég) og sötrað eitthvað með föndrinu - að sjálfsögðu ;) Og í þriðja lagi þá er hálf fjölskyldan mín að spá í að skella sér til útlanda yfir jólin :( Skil vel að fólk sé spennt fyrir því en aldrei myndi ég tíma að eyða uppáhalds tíma ársins annarsstaðar en hér heima - mikið skemmtilegra að fara út þegar tíminn hér heima er leiðinlegur..... er þetta að virka hjá mér, eru ekki allir hættir við að fara út um jólin hihi ;) Já og reyndar eru atriðin 4, ég er að reyna að velja núna hvaða myndir ég ætla að stækka af snúllu og jiii minn eini hvað mér finnst þetta erfitt :( Finnst ykkur eitthvað athugavert við að hafa 9 myndir af barninu upp á vegg í stofunni... ;)
En allavega þá hlakkar mig geðveikt til jólanna ég er svo rosalegt jólabarn :)
En allavega þá hlakkar mig geðveikt til jólanna ég er svo rosalegt jólabarn :)