PEACE

þriðjudagur, júlí 27, 2004

Streptococcar it is :(

Gafst upp rétt fyrir 23 í gær og brunaði til doksa þar sem ég sá fram á nótt án svefns og ég hafði rétt fyrir mér er komin með streptococca sýkingu, þetta er í annað sinn á 2-3 mánuðum :(  Þeir sem hafa fengið svona sýkingu hljóta að vorkenna mér heil ósköp núna því þetta er sko viðbjóður bu-hu-hu!

Er að fara út á völl að sækja mömmu á eftir, hlakka ekkert smá til að sjá hana ;)  Hitinn hjá henni er búin að fara í 47° spáið í það!!  Og það eru skógareldar og læti þarna úti núna, fínt að fá kellu bara heim..

Það var að rifjast upp fyrir mér skemmtileg saga úr minni sólarlandaferð muhahaha ;)  Við Gunni skruppum til Rimini fyrir nokkrum árum með vinafólki okkar.  Einn daginn þegar við mættum á ströndina var ekki sála á ströndinni sem var ekkert smá skrítið...  sáum að það var flaggað rauðu sem þýðir víst að maður má ekki fara í sjóinn og það var aðeins hvassara en vanalega svo það var smá öldugangur í sjónum.  Við íslendingarnir létum það nú ekki á okkur fá og drifum okkur út í öldurnar enda mikið skemmtilegra í sjónum þegar það er smá action í gangi ;)  Vorum sem sagt í sjónum meira og minna allan daginn... daginn eftir heyri ég í mömmu og hún spyr hvort við höfum nokkuð orðið vör við hákarlinn þarna á ströndinni... WHAT??  Þá hafði komið í fréttunum hér heima að ströndinni á Rimini þar sem mikið væri af íslendingum hefði verið lokað vegna þess að sést hefði til hákarls við ströndina.... Ó MÆ GOD við vorum sem sagt að leika okkur með hákarli þarna í sjónum og hann var ástæðan fyrir rauða flagginu og því að ströndin var tóm þann daginn!!  Væri nú ekki viturlegra að hafa flagg með hákarli á í stað þess rauða svona fyrir the stupid people sem hlustar ekki á fréttirnar á Ítalíu því það skilur ekki ítölsku.... það hafði ég haldið!!