Komin úr sveitasælunni
Jæja þá er maður komin heim úr sveitasælunni! Það var rosa fínt fyrir norðan, frábært veður og mikil stemming í bænum, ég hef bara aldrei séð jafn mikið af fólki á Sauðárkróki enda er þetta yfirleitt eins og draugabær þegar maður mætir þarna en það var sko annað uppi á tengingum í þetta skiptið ;) Og veðrið toppaði þetta allt, NEMA á kvöldvökunni á laugardagskvöldið, kvöldið sem ég fór út á lífið, týpískt!! Við kíktum á Audda og Jóa og ég fór í fína gula jakkanaum mínum og síðan svartri flíspeysu yfir því það rigndi eins og hellt væri úr fötu, þegar við ætluðum svo að bruna í partý og ég fór úr sveita peysunni þá var fíni guli jakkinn orðin eins og tígrisdýr... svartur og gulur, mega smart en þá litaði helv.... peysan hann því hún var blaut í gegn :( Mikil sorg sem varð við þessa uppgötvun en haldið að hún Kristín mamma hans Ömma hafi ekki bjargað þessu og náð öllum litnum úr, jibbý ;) Kíktum á ball en við Rebba vorum svo þreyttar að við náðum ekki upp almennilegri stemmingu á ballinu, Rebba þreytt eftir að hafa unnið allan sólarhringinn undanfarna daga en ég þreytt vegna þess að.... ja ég bara veit það ekki, ég er bara ALLTAF þreytt, byrjaði á járninu aftur í morgun sjáum hvort þetta lagast ekki :(
Stelpan búin að vera til fyrirmyndar í svefnmálum í fríinu, sefur alltaf til 10, I LOVE IT ;) En nú fer fríinu að ljúka í bili... það er bara jobbið á morgun, haldið að það sé, fúlt hvað tíminn líður alltaf hratt þegar maður er að skemmta sér :(
Stelpan búin að vera til fyrirmyndar í svefnmálum í fríinu, sefur alltaf til 10, I LOVE IT ;) En nú fer fríinu að ljúka í bili... það er bara jobbið á morgun, haldið að það sé, fúlt hvað tíminn líður alltaf hratt þegar maður er að skemmta sér :(