PEACE

sunnudagur, júlí 04, 2004

The camper...

Jæja fór í fyrstu útileguna með stelpuna núna um helgina, skelltum okkur á ættarmót með hele familíen ;) Föstudagskvöldið var geggjað, æðislegt veður, glampandi sól allsstaðar nema reyndar akkúrat á tjaldstæðinu okkar en það var hlýtt og logn ;) Stelpan var í essinu sínu að heilsa upp á allt liðið en við Gunni vorum mestmegnis í Boggia með Audda, Lilju, Binna, Tobbu, Dæju og Eyþóri og það var sko geggjað gaman ég held ég sé bara búin að finna íþróttina mína muuuuuuuuuu ;) Maður sat bara í stól með svona glasahaldara og kastaði bolta og drakk bjórinn sinn, það bara gerist ekki betra held ég ;) Fór inn í tjald með dömuna um hálf tvö en þá var hún farin að sýna þreytumerki - ótrúlegt úthald hjá henni og hún var nú ekki á því að fara að sofa en mér fannst komið nóg hjá snúllu ;) Henni gekk nú vel að sofna en það sama verður ekki sagt um mig.... mér var svooo kalt og dýnan svooo óþægileg eitthvað og stelpan alltaf að rumska eitthvað.. úff hvað ég er EKKI mikil tjaldmanneskja :-/

Dagin eftir var farið í sund og grillað og svona og síðan var samkoma með öllu liðinu um 200 manns þar sem var borðað og Auddi og Jói voru veisluhaldarar með smá grín bara mjög gaman :) En síðan fór að rigna á fullu og þá gafst útilegu manneskjan ógurlega upp og pakkaði saman og brunaði heim í hlýtt ból með hann Gunna sinn og Hafdísi Önju og Dæja fékk að fljóta með ;) Við vorum komin heim um hálf þrjú í nótt og sváfum síðan bara út í morgun, svíííít ;) Helgin var bara alveg frábær EN ef Gunni ætlar að gera útilegu manneskju úr mér þarf hann að redda fellihýsi, hjólhýsi eða húsbíl takk fyrir, með dúnsæng og dúnkodda og vel upphituðu q;o)

Núna er það að síast inn að ég sé komin með nýja vinnu ;) Þetta var svo mikið stress svo lengi og síðan svo mikið spennufall loks þegar ég fékk svar en núna er ég bara orðin spennt að fara að vinna á nýjum stað, held þetta verði sko alveg geggjað ;) Já Fribba mín, sorrí að ég gleymdi að taka það fram en fréttirnar voru nýja vinnan ;) Segi þér betur frá því á þriðjudaginn hjá henni Stínu fínu ;)