PEACE

mánudagur, júní 21, 2004

Að vera lúser..

Ég er svo mikill lúser stundum, sérstaklega með það að þora ekki að leiðrétta fólk...

Lenti nú illa í því í Háskólanum með einn prófessorinn mar, úff! Það var búið að hræða mig svo með það að hann væri algjör Hitler og að fólk grenjaði undan honum (Mæja það er ljótt að hræða litlar stelpur muhahaha) að ég ákvað að styggja hann sko ekki fyrir mitt litla líf... Sat alltaf efst í fyrirlestrum og vel út í kant til að tryggja að ég væri ekki í augnsambandi við Hr.Hitler þar sem hann átti það til að taka fólk fyrir í tímum og spyrja það spjörunum úr... En í verklegum tímum var ekki eins auðvelt að forðast manninn og hann var eins og rándýr, þefaði uppi hræðsluna hihi og var ekki lengi að finna fnykinn af mér :s Alveg naut hann þess að koma og tala við mig og standa svo nálægt mér að ég gat varla andað og spyrja mig allskyns asnalegra spurninga sem hann fékk asnaleg svör við... og við Ólöf vorum sko glanspíurnar hans... GOD! En það versta var að hann beit það í sig að ég héti MAGGA og ég lilli aumingi þorði ekki að leiðrétta hann.. hélt ég myndi deyja í fyrirlestri einu sinni þegar hann var að tala um eitthvað (ég fylgdist ekki nógu vel með, man því ekki hvað) og lítur síðan yfir allan hópinn og finnur mig efst uppi, úti í kanti og kallar "Ertu ekki sammála MAGGA?" Og ég náði að stama út úr mér "juuúúú..." og auðvitað litu allir við og ég sá sko spurnarsvipinn á liðinu... bara hmmmm er þetta ekki Maja... mig langaði að DEYJA!!

Lenti síðan um daginn í því í vinnunni að það spyr mig einn bakari hvort ég sé gift.. og þar sem ég á mann og barn og lifi eins og gift kona svaraði ég "já"! Og þá fer hann að tala um að það sé nú munur, hann eigi sko dóttir sem eigi "mann" og börn en hún lifi nú bara í synd... haldi að trúlofunarhringurinn sé bara nóg, hann átti sko ekki til orð..! Ég vissi ekkert hvað ég átti að gera og ákvað að það væri þá bara í lagi að hann héldi að ég væri gift en samstarfsmaður minn sem var með mér þarna var nú ekki alveg að skilja þetta og spurði mig þegar við komum út í bíl hvort ég væri gift..? Og ég bara "ha? Nei nei ég er ekki gift.." og ákvað að ræða það bara ekkert nánar muhahahah glatað hvað maður er mikill aumgingi q:o)

Og ég er alltaf að lenda í þessu! Fólk misskilur mig eitthvað og ég bara þori ekki að leiðrétta það og síðan verður misskilningurinn alltaf meiri og meiri... djös bras mar!