Freistingar freistingar....
Úff Gunni hringdi í mig í gær en hann ætlaði að stoppa í búð á leiðinni heim úr vinnu og spurði hvort hann ætti ekki að kaupa nammi þar sem það væri hálfgerður föstudagur og við stefndum á vídeókvöld.... Kræst hvað ég átti erfitt, fór í gegnum reglurnar hennar Mæju og jú frídagar eins og 17.júní sleppa en hvað með daginn fyrir þá... eru þeir þá ekki eins og föstudagar? Og föstudagar eru nammidagar.... EN ég ákvað að ef ég ætla að ná einhverju af mér fyrir utanlandsferðina þá þýðir bara ekkert að svindla á sjálfum sér svo ég tilkynnti Gunnari það með stolti að ég væri í nammibindindi og vildi því ekkert nammi og ég er mega stolt af mér :) Hugsa að ég sleppi meiri að segja nammi í dag og fái mér bara á morgun, þrátt fyrir að reglurnar séu alveg skýrar með daginn í dag, ég bara hef svo mikla sjálfstjórn muhahahahahaha q:o)
Pínu fyndið að ég byrjaði í þessu átaki fyrir löngu, það er utanlandsferðar-átakinu ;) Það var fyrir 3 mán. held ég og þá hugsaði ég með mér að þetta yrði lítið mál þar sem ég hefði 5 mán og þyrfti því í raun bara að missa 1 kg á mán og þá yrði ég mega glöð ;) En nú eru liðnir 3 og ekki eitt gramm farið... skrítið... Ef það væri nóg að HUGSA um það hvað mann langar til að vera grannur og hvernig maður ætlar að fara að því þá væri ég að detta í sundur það er nokkuð ljóst :)
Pínu fyndið að ég byrjaði í þessu átaki fyrir löngu, það er utanlandsferðar-átakinu ;) Það var fyrir 3 mán. held ég og þá hugsaði ég með mér að þetta yrði lítið mál þar sem ég hefði 5 mán og þyrfti því í raun bara að missa 1 kg á mán og þá yrði ég mega glöð ;) En nú eru liðnir 3 og ekki eitt gramm farið... skrítið... Ef það væri nóg að HUGSA um það hvað mann langar til að vera grannur og hvernig maður ætlar að fara að því þá væri ég að detta í sundur það er nokkuð ljóst :)