PEACE

miðvikudagur, júní 09, 2004

Strætó sækós...

Djísus hvað er það með þetta lið sem notar strætó? Ég er alltaf að lenda í einhverju vangefnu í strætó verst að ég man ekki helminginn af sögunum, er með alzheimer lite á háu stigi :( Allavega í dag þá komu 2 rónar og settust við hliðina á mér og OJ hvað þeir voru mikill vibbi! Annar þeirra var að tala við ósýnilegann vin sinn... eða þennan dauða við hliðina á sér... um það að "s-s-s-s-s-sjalfsadisfrokkurinn gæti ekki ðdjórnað þeððu landi, nú væri kominn tími s-s-s-samfylingur...." og hann frussaði svo rosalega með þessari ræðu að ég sá mig knúna til að flýja aftar í vagninn... hrákan bara stefndi beint á mig urrr!

Í síðustu viku þá var einhver róni fyrir aftan mig sem stundaði það að sparka í lappirnar á mér... sá mig líka knúna til að flýja í það skiptið...

Og fyrir löngu síðan lenti ég í honum skilta kalli sem stendur alltaf á Langholtsveginum og lætur okkur vita af ýmiskonar þörfum hlutum, meðal annars að heimsendir sé í nánd..! Hann benti á mig eitt skiptið og hrópaði yfir vagninn "´sjáiði hana í fósturstellingunni.. það hefur einhver barnað hana þessa" djí mar vissi ekki hvert ég ætlaði..

Já og svo var það gamli kallinn, veit nú ekki hvað var að honum en mikið var það! Hann settist við hliðina á mér og spurði mig hvort ég vissi hvar X gata (man ekki nafnið) væri... ég sagði honum að hann færi ekki út strax, ég skildi láta hann vita... nei nei dinglar kallinn ekki bjöllunni og stendur upp á næstu stoppustöð og spyr vagnstjórann hvor þetta sé X-gata og vagnstjórinn segir nei.. þá bendir kall fíflið á mig og segir að ég hafi sagt honum að hann ætti að fara út hér... síðan bara kemur hann og sest aftur hjá mér!! Og hann spyr aftur og ég svara því sama að það sé ekki alveg strax sem hann eigi að fara út og aftur dinglar hann... og spyr vagnstjórann... og spyr mig síðan yfir allan vagninn hversvegna ég sé alltaf að ljúga að sér, hvort það sé eitthvað að mér - je right eitthvað að MÉR..!! Og alltaf settist hann aftur hjá mér... skemmtileg strætó ferð það!

Man ekki fleiri í bili... en þær eru sko mikið fleiri! Held samt að matvælafræði stelpunum finnist sagan af því þegar Blöndalinn tók leigubíl heim úr skólanum fyndnust-því hún vissi ekki hvoru megin við götuna hún átti að bíða eftir strætó muuuuuuuu já það er margt skrítið í kýrhausnum ;)