PEACE

miðvikudagur, júlí 02, 2008

TVÍBURAR, FACEBOOK OFL

Ég vil byrja á að óska Önnu Leu, Gaua og Alexöndru innilega til hamingju með litlu dömurnar :o) Jesús ég fór og fékk að skoða litlu tvíburana um helgina og þær eru bara SÆTASTAR! Minnstu börn sem ég hef séð en svo ótrúlega fallegar, brúnar með svart mikið hár og þykkar varir, algjört bjútí bara :) Gangi ykkur rosalega vel með allt saman ;)

Og yfir í annað minna skemmtilegt. Facebook. Ég gat ekki annað en hlegið, ég hef eitthvað lítið að gera í orlofinu mínu - ja eða sko nóg að gera sem ég nenni ekki að gera og er því að finna mér eitthvað annað að gera..

Anywho, þá ákvað ég að reyna að koma mér betur inn í þetta facebook dæmi. Fékk póst um að einhver hefði skrifað eitthvað á vegginn minn svo ég fór að leita og viti menn þá er bara slatti af kveðjum þarna hahahaha meðal annars hamingjuóskir með daginn sem var sko fyrir 1,5 mánuði og ég hef ALDREI séð LOL :o)

En svo eru alltaf að koma einhverjar meldingar, hvort maður vilji sjá hvað fólk segir um mann osfrv. og maður er jú forvitin og allt það og ég klikka á að ég vilji sjá en þá kemur að ég eigi að senda eitthvað á alla vini mína og svo bara fer allt í voll og ég finn aldrei þetta sem ég átti að sjá... SHIT PIRRANDI maður!! Og þá loka ég facebook og fer ekki inn aftur fyrr en eftir margar vikur...

Annars er ég í smá dilemmu. Er ekki alveg viss hvort ég sé heimavinnandi húsmóðir eða hvort ég sé í fæðingarORLOFI muhahaha. Ég fæ stundum pínu samviskubit yfir letinni í mér... skreið frammúr að verða 11 í morgun og er ekki búin að gera handtak... og þá segi ég við sjálfan mig að ég sé í orlofi og þá líður mér aðeins betur ;) Sko barnið mitt sefur nefninlega allan daginn en vakir svo á kvöldin svo ég er ekki að sjá um hana á daginn. Hún sofnaði á miðnætti í gær, vaknaði um 10 í morgun til að drekka og svo um 12 og vakti þá í kannski í klst en er núna sofnuð aftur og sefur eflaust til að verða 4. Þá aftur á móti vaknar mín hress og kát og vakir svo meira og minna til 12 á miðnætti en tekur jú lúra svona af og til :o) Ég er ekki enn búin að lesa neina bæklinga sem ég ætlaði víst að gera.... og svo er eitthvað ljós á kaffivélinni sem böggar karlinn minn óendanlega og hann vill fara með með hana í viðgerð en ég er búin að segjast ætla að kíkja á hana fyrst þar sem ég er viss um að ég geti lagað hana (þarf að hreinsa hana). Hann spyr á hverjum EINASTA FRÍKING DEGI hvort ég sé búin að kíkja á kaffivélina... dísus kræst mar, held hann geri það aðallega til að pirra mig samt því ég verð alveg kreisí haha en hef ekki nennt að kíkja á hana ennþá þar sem það kostar lestur í helvítis bæklingnum sem fylgdi með henni - urrrr bæklingar!! En það er sko hægt að fá sér kaffi úr vélinni þrátt fyrir þetta ljós svo þið eruð velkomin í kaffibolla í Kólguvaðið :)

Jú og svo er nú ekki satt að ég geri aldrei neitt. Ég tók allt herbergið hennar Karítasar Evu í gegn um helgina og er ekki lítið stolt af mér :o) Málaði það allt sjálf! Ég hef talið mér trú um að ég sé betri málari en Gunnar en veit þó innst inni að hann getur alveg málað hann bara nennir því ekki og leyfir mér því að halda að ég sé betri málari - enda er fátt leiðinlegra en að mála!!