HÚSAMÁL
Ég held ég hafi nú bara gleymt að segja ykkur að háfurinn er kominn upp og íbúðin því tilbúin að mestu, bara smotterí eftir sem maður tekur lítið sem ekkert eftir :) Við gáfumst upp á að bíða eftir rafvirkjanum og Gunni henti háfnum upp bara um leið og við byrjuðum í fæðingarorlofi - ég vissi að hann færi létt með það, svo handlaginn þessi elska :)
Það er fjarstýring með háfnum... SERIOUSLY!! Hélt að sturtu-fjarstýringin hefði toppað þetta en nei, fjarstýring á háfinn takk fyrir. Ég kann ekki á hana. Kann enn síður á snertitakkann á háfnum sem við komumst að fyrir tilviljun að væri takki þegar Auddi var eitthvað að dást að háfnum og strauk honum muhahaha :o)
Gunni hefur svo verið að ditta að hinu og þessu í orlofinu. Ég fékk líka 3 hlutverk sem ég er að vinna í.
1. Læra á ofninn (lesa leiðbeiningarnar).
Ég kann að kveikja á honum og setja á blástur og þá fer hann automatiskt á 180°C - ég kann ekki að breyta hitastiginu. En ég kann líka að setja á blástur og undir og yfirhita og þá fer hann á 200°C. Ég kann bara á þessar 2 stillingar og það hefur sloppið hingað til muhahahaha :) En Gunna finnst að við þurfum að kunna á allar hinar, það er sér stilling fyrir kjúkling, fyrir fisk, fyrir pizzu osfrv. osfrv. en ég kann ekki að setja þær á.. sé bara myndirnar en finn ekki takkann fyrir þetta..
Les bæklinginn fljótlega.
2. Læra á uppþvottavélina (lesa leiðbeiningarnar).
Þegar ég kom henni af stað í fyrsta sinn stillti ég á eitt af fjölmörgum prógrömmum. Það tók fokking klst að stilla þetta prógramm á - vélin er fyrir stjarneðlisfræðing ég sver það!! Ég hef því bara látið þessa stillingu duga og nota hana alltaf... skil ekki afhverju Gunna finnst við þurfa að kunna á fleiri..
3. Læra á myndavélina (lesa leiðbeiningarnar).
Við keyptum rándýra myndavél fyrir rúmu ári. Ég lofaði sjálfri mér að ef ég myndi splæsa í hana þá myndi ég líka læra á hana þar sem tekið var fram í lýsingu allsstaðar á spjallsíðum á netinu að þetta væri það besta í þessum flokki en fólk yrði að læra á fítusuna til að fá gæðin.
Ok komið ár. Ég tek sko myndir DAGLEGA. Allar myndir eru teknar með allar stillingar á AUTO. Ég kann EKKERT á myndavélina, hún inniheldur eflaust 500 stillingar og ég kann bara á eina þeirra - AUTO takkann.
EN ég er byrjuð að lesa leiðbeiningarnar - sko mig :) Las bæklinginn sem fylgdi með og það tók nú stutta stund og ég lærði smá. En í honum var allsstaðar vísað í "Advanced Guide" fyrir stillingar svo ég downloadaði honum og HERREGUD hann er fríking 200 blaðsíður af einhverju myndavélamáli sem er líka fyrir stjarneðlisfræðing að skilja. SHIT hvað ég er ekki að nenna að lesa hann.... en ég VERÐ þar sem mig langar svo að læra almennilega á vélina.
Svo ég fer að koma mér í það.. hann liggur hérna á skrifborðinu fyrir framan mig :o)
Annars er vorið komið og við Rebekka drifum okkur í 1,5 klst göngu í dag í blíðunni með vagnana - bara geggjað :) Það var barnahittingur í gær og síðan er annar á miðvikudag svo það er nóg um að vera og ég bara að fíla það að vera í orlofi, svei mér þá :o)
Það er fjarstýring með háfnum... SERIOUSLY!! Hélt að sturtu-fjarstýringin hefði toppað þetta en nei, fjarstýring á háfinn takk fyrir. Ég kann ekki á hana. Kann enn síður á snertitakkann á háfnum sem við komumst að fyrir tilviljun að væri takki þegar Auddi var eitthvað að dást að háfnum og strauk honum muhahaha :o)
Gunni hefur svo verið að ditta að hinu og þessu í orlofinu. Ég fékk líka 3 hlutverk sem ég er að vinna í.
1. Læra á ofninn (lesa leiðbeiningarnar).
Ég kann að kveikja á honum og setja á blástur og þá fer hann automatiskt á 180°C - ég kann ekki að breyta hitastiginu. En ég kann líka að setja á blástur og undir og yfirhita og þá fer hann á 200°C. Ég kann bara á þessar 2 stillingar og það hefur sloppið hingað til muhahahaha :) En Gunna finnst að við þurfum að kunna á allar hinar, það er sér stilling fyrir kjúkling, fyrir fisk, fyrir pizzu osfrv. osfrv. en ég kann ekki að setja þær á.. sé bara myndirnar en finn ekki takkann fyrir þetta..
Les bæklinginn fljótlega.
2. Læra á uppþvottavélina (lesa leiðbeiningarnar).
Þegar ég kom henni af stað í fyrsta sinn stillti ég á eitt af fjölmörgum prógrömmum. Það tók fokking klst að stilla þetta prógramm á - vélin er fyrir stjarneðlisfræðing ég sver það!! Ég hef því bara látið þessa stillingu duga og nota hana alltaf... skil ekki afhverju Gunna finnst við þurfa að kunna á fleiri..
3. Læra á myndavélina (lesa leiðbeiningarnar).
Við keyptum rándýra myndavél fyrir rúmu ári. Ég lofaði sjálfri mér að ef ég myndi splæsa í hana þá myndi ég líka læra á hana þar sem tekið var fram í lýsingu allsstaðar á spjallsíðum á netinu að þetta væri það besta í þessum flokki en fólk yrði að læra á fítusuna til að fá gæðin.
Ok komið ár. Ég tek sko myndir DAGLEGA. Allar myndir eru teknar með allar stillingar á AUTO. Ég kann EKKERT á myndavélina, hún inniheldur eflaust 500 stillingar og ég kann bara á eina þeirra - AUTO takkann.
EN ég er byrjuð að lesa leiðbeiningarnar - sko mig :) Las bæklinginn sem fylgdi með og það tók nú stutta stund og ég lærði smá. En í honum var allsstaðar vísað í "Advanced Guide" fyrir stillingar svo ég downloadaði honum og HERREGUD hann er fríking 200 blaðsíður af einhverju myndavélamáli sem er líka fyrir stjarneðlisfræðing að skilja. SHIT hvað ég er ekki að nenna að lesa hann.... en ég VERÐ þar sem mig langar svo að læra almennilega á vélina.
Svo ég fer að koma mér í það.. hann liggur hérna á skrifborðinu fyrir framan mig :o)
Annars er vorið komið og við Rebekka drifum okkur í 1,5 klst göngu í dag í blíðunni með vagnana - bara geggjað :) Það var barnahittingur í gær og síðan er annar á miðvikudag svo það er nóg um að vera og ég bara að fíla það að vera í orlofi, svei mér þá :o)