PEACE

þriðjudagur, janúar 08, 2008

ANNÁLL FYRIR ÁRIÐ 2007

Ákvað að rifja upp árið 2007, hér kemur það helsta (varúð LANGT):

JANÚAR
*VIÐBURÐUR ÁRSINS var í janúar :) Brúðkaupið að sjálfsögðu!!
Eftir miklar pælingar um það hvort við ættum að nenna að standa í því að gifta okkur var ákveðið að halda bara óformlegt partý með skemmtilegu fólki ;) Úr varð partý aldarinnar sem ég mun aldrei gleyma, hefði ekki getað heppnast betur. Það sem lýsir stuðinu einna best held ég er að fólkinu var hent út úr salnum kl.04:30, þar á meðal mér og Gunna - ekki ætluðum við að missa af stuðinu muhahaha :o) Allir þessir frábæru vinir og ættingjar sem við eigum gerðu þetta að ógleymanlegri stund – takk fyrir okkur! Mest á ég þó bróður mínum að þakka þar sem hann sá um nánast allt heila klabbið og gerði það sko með stæl, það verður seint fullþakkað en *KNÚS* á þig :*

FEBRÚAR
*Í febrúar skruppum við með stórfjölskyldunni (mömmu, systkinum og mökum þeirra) til Amsterdam, ekki amalegt það :) Æðisleg ferð nema hún Lilja mín var lasin allan tímann sem setti smá strik í reikninginn :( . En ég mæli hiklaust með Amsterdam, ekkert smá sjarmerandi borg!
*Tókum líka ótrúlega skemmtilegt spilakvöld heima hjá Gunnu og Gilla sem þarf að endurtaka sem fyrst :)

MARS
*Árshátíð Actavis var í mars, skemmti mér vel :)
*Fór út að borða í Perluna í fyrsta sinn með nokkrum vinnufélögum Gunna og mökum þeirra og skemmti mér rosalega vel, æðislegur maturinn alveg!
*Sagði upp vinnunni minni hjá Actvavis, það var kominn tími á breytingar!
*Man ekki meira frá mars.. hefur ekki verið ýkja merkilegur mánuður..

APRÍL
*Fór út að borða á Sjávarkjallarann og fékk mér einhverja óvissuferð og það er eitt það albesta sem ég hef bragðað – mæli með því :o)
*Skruppum í sveitina, alltaf gott að slappa af á Marbæli :)
*Fórum til Dublin með vinnunni hans Gunna á árshátíð og það var BARA gaman :o) Alveg geggjuð ferð í alla staði og verður vonandi endurtekið fljótlega!
*Haldið fyrir mig kveðjupartý hjá Actavis, mikið stuð og mikið gaman og enduðum við á Sálarballi :o)

MAÍ
*Byrjaði í nýju vinnunni minni :) Líkar rosalega vel!
*Fór í óvissuferð með nýju vinnunni – svaka stuð :) Eina fylleríið sem ég náði með þeim fyrir óléttu..
*Fór í bústaðarferð með Rebbu, Ömma og Óttari, æðislega gaman :o)
*Fór á fyrstu fimleikasýninguna hjá dótturinni og var bara stoltasta mamma í heimi :)
*Varð árinu eldri.. það er hætt að vera spennandi. Fór þó út að borða á Domo með Audda, Lilju, Rebekku og Ömma sem var svakalega gaman :o)

JÚNÍ
*Fór í hrikalegustu útilegu lífs míns og djammaði þar í síðasta sinn fyrir óléttu.. jafnvel í síðasta sinn ever bara muhahaha. Útilegan var bara stuð og ekkert annað en þynnkan daginn eftir var bara ein sú alversta sem ég hef upplifað. Þessi útilega gerði mig algjörlega afhuga fellihýsakaupum sem við höfðum verið að velta fyrir okkur – no thank you very much!

JÚLÍ
*Aðal viðburður júlí mánaðar var þegar ég komst að því að ég var ófrísk – sem og vinkona mín muhahaha það var svaðalegt. Var óóótrúlega ánægð, samt pínu kvíðin að segja vinnunni frá þessu þar sem ég var nýbyrjuð en sem betur fer tóku allir þessu svaka vel – svo geggjaður vinnustaður :o)
*Fórum í sumarfrí en ég náði því miður ekki að njóta þess mikið vegna ógleði sem herjaði á mig allan sólarhringinn fram að 15.viku takk fyrir takk :( Held þetta hafi verið eitt alversta sumarfrí sem ég hef tekið, leið illa alla daga og lá bara uppi í sófa í fósturstellingunni og bað til Guðs að þessu færi að ljúka – sem og það gerði fyrir rest ;) En við skruppum á Marbæli meðal annars og í Töfragarðinn á Stokkseyri með dömuna, í fjöruferð osfrv. og reyndum að gera gott úr þessu :)

ÁGÚST
*Ógleðin var enn málið hjá mér, fæ hroll þegar ég rifja upp þessa mánuði!
*Skruppum þó á ættarmót í Þykkvabæ sem var mjög gaman en svo man ég bara ekki meir muhahaha

SEPTEMBER
*Seldum íbúðina okkar... nokkrum sinnum!!
*Keyptu þennan horror sem við erum í núna og erum enn að standa í stappi út af... sér þó næstum fyrir endann á því (íbúðin er þó fín, bara vesenið í kringum hana sem er horror)
*Skrapp til Danmerkur í vinnuferð, var bara mjög fín
*Hélt upp á 5 ára afmæli prinsessunnar :)
*Viðburður mánaðarins var þó fjölskylduferðin til Danmerkur, ohhh þetta var bara yndisleg ferð í alla staði og er litla daman alltaf að spyrja hvenær við förum aftur til Danmerkur :)

OKTÓBER
*Mál málanna í október var NEW YORK BABY :) Shit hvað þetta var klikkuð ferð!! Brjáluð blíða, brjáluð borg, brjálað stuð!!
*Fór í kínverskt nudd með vinkonunum og síðan á humarhúsið – það var æðislegur dagur :)
*Skrapp svo líka í meðgöngunudd í Laugar með Rebekku og það var líka alveg geggjað!
*Fór í kveðjupartý til Sigga og Dæju sem voru á leið til Tælands í nokkra mánuði, mikið stuðkvöld!
*Fengum að vita í lok mánaðar að lítil dama væri á leiðinni, oohhhh bara æðislegast :o) Jii er orðin svo spennt núna að ég er að deyja!!

NÓVEMBER
*Fór í vinnuferð til Danmerkur sem gekk bara mjög vel fyrir utan smá taxavandamál!
*Fékk íbúðina afhenta.. nánast fokhelda.
*Flutti inn í hana 2 vikum seinna rafmagnslausa, án hita og alla í drullu...
*Fór á árshátíð Vistor og skemmti mér svakalega vel :)
*Litla prinsessan hennar Rebekku fæddist, bara sætust :)
*Annars fór nánast öll orka í íbúðina og vesenið í kringum hana, nóvember var hræðilegur mánuður vægast sagt, var oft við það að gefast upp hreinlega á þessu húsnæðisveseni en það var víst ekki í boði :(

DESEMBER
*Fyrri partur desember mánaðar var svipaður seinnipartinum í nóvember, bara ömurlegur mánuður.
*Komst þó í jólaskap þegar við fórum í jólafrí og átti yndislegar stundir með fjölskyldunni yfir jólin :o) Vorum dugleg að fara bara út að borða með stelpuna og á jólaskemmtanir osfrv. til að pirra okkur sem minnst á ástandinu hér heima.
*Anna Sigga átti sína litlu prinsessu sem er bara krútt, er búin að fara og kíkja :o)
_____

Nú er bara árið 2008 framundan og við full tilhlökkunar þar sem von er á nýjum fjölskyldumeðlimi og verð ég heima mestan part ársins með litlu dömuna :o) Verður bara ÆÐI!