PEACE

þriðjudagur, desember 04, 2007

JÁKVÆTT BLOGG

Ég ætla að reyna að vera jákvæð, það krefst átaks bara að reyna það sko!

Allavega þá er ég búin að skreyta aðeins heima. Yndislega snúllan mín spurði alla síðustu viku hvenær við myndum skreyta svo við drifum í þessu um helgina og viti menn ég var ekkert smá fegin að hafa slegið til :) Þrátt fyrir kassa út um allt og drasl út um allt lífgaði þetta aðeins upp á tilveruna :)

Okkur er farið að hlakka svakalega til að fá litlu dömu nr.2 :) Hafdís Anja spyr núna næstum daglega hvenær litla systir komi eiginlega... eins og ég þá varð hún helmingi spenntari eftir að Óttar eignaðist sína litlu systur :) En það eru nú enn 14 vikur í þetta, þær verða þó fljótar að líða ;)

Í kvöld er ég að fara út að borða á Austur Indía með Actavis skvísunum, nammm :þ Á morgun erum við boðin í mat til afa og á fimmtudaginn er smá Vistor hittingur svo það verður lítið um örbylgjumat þessa vikuna vú hú :o)

Jæja man ekki neitt fleira jákvætt í bili nema auðvitað að við erum öll heilbrigð og höfum það gott! Maður þarf pínu að minna sig á það í þessu endalausa húsnæðisveseni sem virðist engan endi ætla að taka og er satt að segja farið að hafa áhrif á geðheilsuna hjá manni, ég sver það.