PEACE

sunnudagur, desember 02, 2007

HATA IKEA

Það er margt sem fer í pirrurnar á mér þessa dagana. IKEA er eitt þeirra. Ég hef áður bloggað um IKEA og hvursu óþolandi þessi verslun er en síðan þá hafa þeir flutt í RISA RISA húsnæði og ég gerði mér vonir um að ástandið hefði skánað. Það hefur þó bara versnað. Ég er búin að gera mér 4 ferðir þangað síðan við fluttum (á sem sagt 2 vikum)

Ferð 1. Farið til að kaupa hillur í herbergi stelpunnar. Við mætum og stærri hillan er ekki til, jæja ég ákveð að láta þá bara minni hilluna duga en viti menn, nei hún er ekki til heldur! Fann þó hillur sem sleppa en þetta eru ekki hillurnar sem mig langaði mest í.

Ferð 2. Farið til að versla í forstofuna skóskápa og spegil og eitthvað eitt en sem ég man ekki hvað var. Allavega skóskápurinn ekki til og ekki vitað hvenær hann kemur en eflaust ekki fyrr en á nýju ári!! Hmm ok eigið þið hann þá í hinum litnum? Nei ekki heldur..! /&(%$#" smá pirringur en ég ákveð þá bara að taka spegilinn til að byrja með en viti menn EKKI TIL og ekki vitað hvenær væntanlegur. Það hanga 4 sýningareintök af honum þarna uppi svo ég spyr hvort ég megi ekki fá eitt þeirra? NEI ÞAÐ MÁ EKKI. Djísus ok takk.

Ferð 3. Farið til að versla hillur í geymslu. Þar sem ég var búin að gera mér grein fyrir að þessi verslun væri með frekar tæpan innkaupaaðila skoðaði ég á netinu og sá nokkrar gerðir sem gætu sloppið og ein þeirra bara hlaut að fást.. eða hvað? Ég mæti og þær 3-4 gerðir sem gátu sloppið voru ekki til. EKKI EIN ÞEIRRA. Ekkert vitað hvenær væntanlegar heldur. Shit ég gat ekki haldið aftur af mér og spurði afgreiðsludömuna hvernig stæði á því að af öllum þeim hillum sem voru til sýnis þarna var ekki helmingurinn af þeim til...??? Svarið var "æ við bara höfum ekkert pláss til að geyma þetta sko"! Já flott hjá ykkur, um að gera að taka hálfan Hafnarfjörð/Garðabæ undir verslunina en eiga svo ekkert af vörunum... SERIOUSLY?

Ferð nr.4. Farið aftur til að kaupa hillur sem Ömmi hafði keypt 2 dögum áður en við höfðum ekki séð sem sýningarhillur. Hringi á undan mér til að ath hvort þær séu til. Já 4 stk til en nei ekki hægt að taka þær frá meðan ég keyri niðureftir. Ég mæti og viti menn... já einmitt þær voru ekki til. Var ég pirruð? Shit. Og það besta var að þær voru ekki uppi sem sýningareintak þrátt fyrir að vera til þegar við komum í fyrra skiptið... brilliant alveg.

Ákveð að kíkja í Rúmfatalagerinn þar sem það er eina sambærilega búðin sem ég mundi eftir með bókahillur í geymslu sem kosta ekki hönd og fót. Sáum þar hillur sem voru þó töluvert dýrari (þrefalt) en við höfðum ætlað að eyða í þetta en ég lét mig hafa það. Sá líka skóskáp þar sem var svipaður þessum sem ég ætlaði að taka í IKEA en hann var líka þrefalt dýrari en hinn.. hvað er það? Ég hélt að Rúmfó væri svo tjíp en þær vörur sem mér leist vel á voru bara alls ekki svo ódýrar. Ég hugsa ég taki samt skóskápinn. Ég bara efast um að ég meiki IKEA aftur, myndi helst vilja sleppa við að stíga fæti þangað inn nokkurntímann aftur en því miður þá er ansi margt sem þeir "þykjast" allavega bjóða upp á sem maður færi ekki annarsstaðar á svipuðu verði.

En allavega pípól ef þið viljið halda geðheilsunni, ekki stóla á Ikea. Og ekki stóla á verktakann sem ætlar að klára húsið ykkar já og ekki stóla á fast.söluna að hún sé með allt á hreinu... það var næstum seldur ofan af mér kofinn ég get svo svarið fyrir það.
Ekki er öll vitleysan eins.