PEACE

mánudagur, nóvember 05, 2007

Danmörk-flutningar-árshátíð

Nóg að gera þessa vikuna, ein ferð til DK, eitt stk. búferlaflutningar og eitt stk.árshátíð :)

Shit byrjaði aðeins að pakka í gær og það hvarflaði að mér að kannski hefðum við átt að vera byrjuð á þessu þar sem þessi vika er pínu busy... En of seint að spá í það og þetta hlýtur að reddast eins og allt ananð.

Við erum komin með lykla að íbúðinni en hún er ekki aaaalveg tilbúin. Vantar eins og ALLT RAFMAGN í íbúðina - ég sver það. Ekkert verið að minnast á það þegar lykillinn var afhentur! Við fórum uppeftir og áttum von á að koma inn í íbúð sem hægt væri að flytja inn í en ó boy ó boy were we wrong :) Vantar já allt rafmagn + setja upp 2 hurðar (fyrir klósettið önnur..) + setja all lista + ÞRÍFA :) En um leið og rafvirkinn mætir þá á þetta að vera komið og það er von á honum á mið eða fim í þessari viku. Svo það er stefnt á flutninga í vikunni - vonandi gengur það eftir.

Ég spilaði póker í fyrsta sinn á laugardaginn, Mæja pókermaster mætti með pókersettið í Básbryggjuna og það var tekið spil. Byrjendaheppnin var nú eitthvað með mér því ég vann þrátt fyrir að hafa ruglast nokkrum sinnum og haldið að ég væri með geðveikt góð spil sem kom svo í ljós að voru algjört crap... gerði mig líklegast að geðveikt góðum "blöffara" :)