PEACE

þriðjudagur, október 09, 2007

Ó mínir þreyttu fætur!

Ég er búin í fótunum, ég get svo svarið fyrir það og þeir eru LJÓTIR - ekkert nema blöðrur og rauðir og þrútnir og bara úff.

Við ætluðum í frelsisstyttuna á laugardaginn en sjæse þegar við komum niður að bryggju í 30°C hita, sól og MEGA raka þá bara meikuðum við ekki röðina sem var í ferjuna! Svo það var hætt við og ákveðið að fara á mánudegi þegar minna er um fólk og þá átti líka aðeins að vera farið að kólna (það rættist ekki).

Við kíktum í staðinn í China Town og bara úff, mig langar ekki til Kína! Lyktin var hræðileg *GUBB*, maturinn sem var á útimörkuðunum var þvílíkt ógrinilegur og fólksfjöldinn þarna... ja þetta var ekki fyrir mig. En ég keypti mér þó tösku, þessa líka flottu D&C á kúk og kanil muhahaha ég þorði ekki með þeim sem voru að veiða fólk í skúmaskot til að kaupa alvöru eftirlíkingar (ekki tjíp drasl) því ég er svo lítil töskukona en ég spurði nokkra hvort þeir byðu upp á gleraugnaumgjörðir en það var ekki :(

Síðan komum okkur úr Kínahverfinu og upp á 5 stræti og versluðum svolítið þar - kominn tími til :) Ég er reyndar mjög róleg enda ólétt (kemst ekki í flott föt) og var búin að kaupa flest í DK sem vantaði, sem betur fer það er ekkert grín að labba um allan bæ með poka í þessum hita! En síðan skelltum við okkur í næturtúrinn með rútunni og OMG hvað það var geðveikt að sjá öll ljósin í borginni! Við fórum yfir til Brooklyn og þaðan horfir maður yfir Manhattan strandlengjuna og það jafnast fátt á við það :)

Og jú þennan dag fórum við líka í Indian Museum sem var glatað, mæli ekki með því þó svo það kosti ekki penny!

Í gær skoðuðum við efri bæinn, þar á meðal Harlem en við þorðum ekki út þar muhahhaa svona fer maður eftir því sem maður sér í Tíví-inu :) Við fórum líka í risa stórt Museum sem ég man ekki alveg hvað heitir en það er beint á móti hótelinu okkar. Þar fórum við á geimsýningu sem var mjög fróðleg, skoðuðum fiðrildahitabelti með helling af rosalega fallegum fiðrildum ofl ofl.
Fengum okkur svo að borða á skyndibitastað sem strákarnir mæltu þvílíkt með, þeir höfðu hitt Don King þar þegar þeir fóru áður en við dömurnar komu og þetta er víst staðurinn sem fræga fólkið snæðir á. Það er skemmst frá því að segja að okkur dömunum fannst hann ekkert spes..

Og í dag var farið í Frelsisstyttuna... eða að henni. Það var enginn röð í ferjuna en þegar við komum út í Liberty Island sáum við svo mikið af fólki að við ákváðum að fara bara ekkert úr ferjunni enda var alveg nóg að sjá styttuna að utan :) Þegar það er svona hryllilega heitt þá bara nennir maður engan veginn að standa í röð og svitna! Hoppuðum líka aðeins út í Soho (erum alltaf að ferðast með útsýnisrútunum, ég kann sögu NY borgar utanað) og versluðum aðeins þar en Soho er skemmtilegt hverfi :) Og að lokum kíktum við líka í Central Park en það var orðið svo dimmt að maður sá lítið nema jú róna haha en það er greinilegt að garðurinn er fallegur og ætlum við að kíkja aftur í dagsbirtu enda er hann bara hérna við hliðina á okkur.

Í fyrramálið er það svo þyrluflug kl.09:15. Það er 13:15 á íslenskum tíma og þið megið hugsa til mín muhahaha þetta verður mín fyrsta þyrluferð og mig hlakkar ekkert sérlega til.... en ég nennti ekki að vera ein eftir á meðan hin fara svo ég skelli mér með.

Jæja látum þessa ritgerð duga, örugglega engin sem nennir að lesa þetta allt :) En annars er NY bara ÆÐI nema það mætti vera svona 10°C kaldara, maður er þokkalega sveittur og klístraður í þessum raka! En best að vera ekki að kvarta, ekki hefði maður viljað 10°C og rigningu alla daga :)