PEACE

miðvikudagur, október 10, 2007

Last day in New York

Oh pínu sárt að þurfa að yfirgefa þessa geðveiku borg en einnig er tilhlökkunin mikil að sjá litlu dömuna mína sem ég hef ekki séð í næstum 2 VIKUR! Mamma var svo yndisleg að sækja hana fyrir mig á Krókinn í gær svo hún væri nú komin heim þegar við lendum :)

Þyrluflugið í gær var bara töff, ég var svo "heppin" að lenda frammí... en það slapp því flugmaðurinn var hot muhahaha :O) Ég var pínu stressuð en fannst ég samt alveg ná að fela það þar til hann spurði hvort ég væri hrædd... darn! En það var fínt þegar þetta var búið því það voru svört ský byrjuð að hrannast upp í kringum okkur en það hafði verið heiðskýrt þegar við mættum í túrinn. Í gær var svo skýjað og bara ekkert svo heitt, kannski um 20°C og notuðum við tækifærið og versluðum svolítið í "kuldanum" :)

Síðan voru ferðafélagarnir kvaddir því þau fóru heim í gær en við Gunni skelltum okkur á uppáhalds veitingastaðinn okkar hérna, hann heitir Ruby Tuesday en er sko ekkert líkur staðnum heima heldur frekar svona fínn staður :) Maturinn geggjaður, þeir eru með besta drykk í heimi sem heitir Strawberry Lemonade (hægt að fá alkóhól í hann) og svo er verðið mjög gott og hann er á Times Square svo staðsetningin gæti vart verið betri :) Eftir matinn fórum við í BÍÓ muhahaha ég ákvað að sýna Gunna hvernig almennileg bíó eru :) Bíóið hafði að geyma 25 sali takk fyrir og var á örugglega 10 hæðum! Við vorum í sal 18 og hann var örugglega helmingi stærri en salur 1 heima :) Sáum Hartbreak Kid og hún var bara fín afþreying.

En ég get sagt ykkur það að ég fékk smá áfall fyrir myndina. Fer á klósettið og er að dásama það hvað það sé allt hreinlegt þar. Labba inn á bás og viti menn einhver hafði SKITIÐ á klósettsetuna, sko bara beint á hana RISASTÓRUM lurti!! Jesús ég bara kúgaðist og hljóp út og var með gæsahúð lengi á eftir og hálf bumbult, þetta var VIÐBJÓÐUR!!!!!

Svo var pakkað þegar við komum heim í gær og herregud þvílíkt púsl! Við keyptum Graco kerru og bílstól og base... Gunni var ekki að nenna þessu en ég gaf mig ekki þar sem þetta kostar um 15 þús hérna úti en um 45 þús heima!! Það kom í ljós að kassin utan af þessu er of stór fyrir flugið.. svo við tókum stólinn og það upp úr og Gunni skar allan kassann til og náði að minnka hann í ásættanlega stærð. Svo var stólnum og þessu sem fer í bílinn troðið í ferðatöskur ásamt öllum fötum og drasli sem hafði verið keypt... úff töskurnar eru pottþétt of þungar en við dílum við það problem á flugvellinum ef svo verður...

En nú er bara að fara að tékka sig út, fá sér gott að snæða, kíkja svo aðeins í Central Park og bruna svo út á völl í 6 tíma flug...

Heyrumst :)