PEACE

miðvikudagur, maí 16, 2007

Djammbindindi að ljúka :)

Já í tilefni þess að löngu djammbindindi er að ljúka ákvað ég að blogga aðeins, er í svo góðu skapi :)

En ég er að fara í óvissuferð með nýju vinnunni minni og er MEGA spennt enda er þetta skipulagt af snillingi :O) Er samt pínu stressuð eftir alla þessa pásu að ég þoli voða lítið og verði FULLI KARLINN á fyrsta vinnudjamminu.. það væri ekki sniðugt.. þannig að það er best að ganga hægt um gleðinnar dyr ;)

En ég er rosa ánægð í vinnunni, þó finnst mér held ég ekkert leiðinlegra en að kunna ekkert. Get ekki beðið þar til ég er komin almennilega inn í þetta. En fólkið er æði og mér líst vel á vinnuna svo þetta er allt í blússandi standi.

Var pínu lengi að sofna í gær (örugglega spennan) svo ég fór að rifja upp allskonar hluti frá því í gamla daga þegar ég var lítill krakki. Hérna kemur smá listi af því sem ég man eftir... munið þið eftir þessu líka? :)

*Vængjapeysunum - þær voru æði, amma prjónaði meiri að segja eina handa mér sem var ljósblá með hvítum röndum langsum og jiii þetta var bara flottasta peysa EVER.
*Hálsböndum/hólkum sem voru prjónuð og maður notaði í stað trefla.. ég átti helling af þessu því maður gat prjónað þetta sjálfur :)
*stretchbuxunum með teygju neðst... ætli þær komi aftur?
*kínaskór.. eru þeir enn til?
*Snjóþvegnu gallabuxurnar... töff töff töff
*Millet og pandaúlpurnar. Ég átti þó bara ódýra eftirlíkingu úr Hagkaup.. og var alsæl með hana, hef bara aldrei verið merkjafrík svei mér þá :)
*DonCano göllunum... ég fékk ekki heldur svoleiðis en vinkona mín gaf mér þó sinn en viti menn ég var ekki búin að eiga hann í viku þegar hundurinn fékk drullu - beint á gallann :( Svo sú gleði entist stutt.
*vængjagreiðslan (hennar Hófí). Hún var falleg.
*monsunum (litlir bangsar) ohhh fannst þær æði :) Man að þumallinn passaði í munninn á þeim :)
*Baby dúkkunum með einn lítinn hárlokk hehe :)
*Garbage Paul Kids spjöldunum sem maður safnaði (fékk tyggjóplötu með)
*hljómsveitar og söngvaraspilastokkurinn sem maður fékk líka tyggjó með (safnaði í heilan stokk) Man að ég fékk endalaust af Spandau Ballet spilinu sem var að mig minnir laufa átta.. er þó ekki 100% á því :)
*Eilífðarkúlurnar.. nammm :)
*Cherry Coke - enn meira nammmm :þ
*teygjó og snú snú.. er það til í dag? Sé allavega aldrei börn í þessu..

Jæja man ekki meira í bili og þarf líka að fara að vinna :) En jú ég man líka gamla símanúmerið mitt sem og hjá flestum vinkonum mínum og það sem var hjá ömmu og afa :)