PEACE

sunnudagur, mars 04, 2007

ÁRSHÁTÍÐ ACTAVIS

Ég fór á árshátíð Actavis í gær og það var nú ekki lítið stuðið á þeim bænum :) Björgvin Franz var veislustjóri og var alveg ágætur held ég.. ég sat nú reyndar svo aftarlega að það var erfitt að fylgjast með því sem var á seyði upp á sviði og vorum við því kannski meira í því að spjalla við borðið mitt.. en það var líka bara gaman :)

Það var líka farið í mjög skemmtilegan leik en fyrirtækinu var skipt upp í lið eftir sviðum og hvert og eitt svið átti að syngja lag og svo var keppni á milli sviða um það hver myndi syngja best. Mitt svið fékk lagið "Eitt lag enn" sem mér fannst nú bara frábært enda góður slagari og við sungum sko af lífi og sál, vorum eini hópurinn sem fór UPP á svið og allt!! En það dugði ekki til, það vann eitthvað annað svið og er ég nokkuð viss um að brögð hafi verið í tafli...

Maturinn var svaka fínn en shit hvað hann var borinn fram seint.. klukkan hefur örugglega verið um ellefu leytið og ég var orðin nær dauða en lífi úr hungri sko!! Strax eftir matinn byrjaði svo BALLIÐ en Sálin var að spila - gerist ekki betra en það sko :) Ég missti ekki af einu lagi.... dansaði við hvert eitt og einasta lag og söng með og skemmti mér konunglega - þetta var GEÐVEIKT :)

Það var ekki eins geðveikt að finna sér leigubíl eftir ballið en við Sigrún hættum lífi okkar í leigubílaleitinni og það bar árangur, við náðum 7 manna taxa og björguðum lífi Önnu Siggu og Bensa og 2 til viðbótar sem við buðum að koma með því maður fann svo til með fólkinu í röðinni - ekkert smá góðhjartaðar sem við erum :)

Henti inn "nokkrum" myndum í neðsta albúmið hjá Önju minni, þar má sjá stuðið svart á hvítu :) Ég var svo heppin að Fía og Bibba tóku mig að sér aftur og gerðu mig eins sæta og hægt er - LOVE THEM - takk þið eruð sætastar í heimi :)