PEACE

miðvikudagur, mars 07, 2007

POP - goes my heart :)

Ég fór í bíó í gær og sá Music and Lyrics með Hugh Grant í þröngu buxunum :) Mér fannst þetta fínasta afþreying og hlógum við kellingarnar allavega mikið :o) Ég er með aðallagið á heilanum og hvað þá mjaðmahreyfingarnar hans Hugh hahaha maðurinn er adorable :)

Í fyrradag sá ég loks Mission Impossible 3 en ég er búin að ætla að sjá hana lengi en hef ekki alveg lagt í það út af sækó Tom jú nó.... pínu erfitt að horfa á fyrrverandi Goðið og allt það. En allavega þá fannst mér myndin bara þrusugóð, besta MI myndin!! Og Tom var nú bara HOT sko, ég velti því fyrir mér alla myndina hvort það væri ekki erfitt fyrir jafn klikkaðan mann að leika svona eðlilegan ofur-töffara... sýnir bara hvað hann Tom-Jesus Cruise er góður leikari muhahahaha :)

Jæja kvikmyndagagnrýni lokið í bili, ætla að horfa á Dream Girls, Last King of Scotland, Good Shepard og Bond fljótlega - læt vita hvernig þær koma út. Ef þið hafið séð góða mynd nýlega endilega látið vita, held ég eigi alveg HELLING eftir.. horfi á ekkert nema þætti þessa dagana!

P.s. ég setti Amsterdam myndir neðst í albúm hjá Hafdísi Önju