BRÚÐKAUPSUNDIRBÚNINGUR
Spurningin sem brennur á vörum allra er "Hvernig gengur brúðkaupsundirbúningurinn?"
Nei ok kannski ekkert á vörum allra - pínu drama en ég er samt oft spurð :)
En allavega þá gengur hann nú ekkert alltof vel ef satt skal segja... Salur, matur, kaka og prestur er samt frágengið og þar með er það helsta komið :) Presturinn var nú bara staðfestur í gær og var ég orðin pínu stressuð þar sem við náðum ekki á honum.. og bara nokkrir dagar í þetta en það reddaðist allt og förum við á æfingu á eftir :)
Kjóllinn er kominn líka.. eftir MIKIÐ bras - förum ekki nánar út í það hér :) Skórnir... ja það gengur ekki eins vel. Fann fyrst draumaparið en þegar ég ætlaði að borga kom í ljós að ekki var um par að ræða per se heldur bara skó á hægri fót... spes.
Jæja fann annað par og var nú bara nokkuð sátt þar til ég kom heim með þá og ætlaði að máta við kjólinn því þá kom í ljós að þeir voru ónýtir...
Ok ég skipti og fékk síðasta parið en þegar ég var svo að sýna Birnu skóna kom í ljós að síðasta parið var ekki gulllitað eins og ég ætlaði að fá heldur silfurlitað... passar ekki alveg við gullkjólinn minn...!! Veit ekki hvernig þetta fer - er ekki enn búin að redda þessu. Mig vantar líka sjal eða eitthvað álíka fyrir mig - finn það á fimmtudaginn vonandi..
Gunna föt eru samt komin - vú hú :) Og stelpunnar nema mig vantar skó á hana líka..
Já og make up og hárgreiðsla er komið hjá mér, búin að fara í prufu hjá Fíu&Bibbu og jiii þær gerðu mig bara sæta sko - og það er nú ekkert auðvelt starf ;O)
Skraut fyrir salinn... ja ég er ekkert búin að gera í þeim málum en það reddast vonandi... á eftir að ræða betur við skreytingastjórann og fara svo á stúfana og finna eitthvað..
Söngvarinn beilaði - frétti það í gær.. úps pínu panik. Er ekki búin að redda nýjum, er pínu stressuð en það hlýtur að reddast.. annars ætlar Mæja vinkona að rappa ;) Ja nema hún og Annsý endurveki dúettinn frá því í 30 afmælinu mínu, hann var nú ekki amalegur :O)
Ekki alveg búin að redda græjum heldur í salinn.. líka pínu stressuð með það en það hlýtur líka að reddast... lagalistinn er allavega kominn - þökk sé DJ-inum mínum ;)
Á eftir algjörlega að gera mig sæta.. eftir að fara í plokkun, litun, ljós, vax og jafnvel vafning ef það gefst tími í það :)
Og að lokum er ég lasin :( Búin að vera lasin síðan á fimmtudagskvöld - þvílík óheppni. Ætlaði að gera fullt um helgina en hafði ekki orku í neitt :( En ég hlýt að jafna mig fyrir laugardaginn!!
Nei ok kannski ekkert á vörum allra - pínu drama en ég er samt oft spurð :)
En allavega þá gengur hann nú ekkert alltof vel ef satt skal segja... Salur, matur, kaka og prestur er samt frágengið og þar með er það helsta komið :) Presturinn var nú bara staðfestur í gær og var ég orðin pínu stressuð þar sem við náðum ekki á honum.. og bara nokkrir dagar í þetta en það reddaðist allt og förum við á æfingu á eftir :)
Kjóllinn er kominn líka.. eftir MIKIÐ bras - förum ekki nánar út í það hér :) Skórnir... ja það gengur ekki eins vel. Fann fyrst draumaparið en þegar ég ætlaði að borga kom í ljós að ekki var um par að ræða per se heldur bara skó á hægri fót... spes.
Jæja fann annað par og var nú bara nokkuð sátt þar til ég kom heim með þá og ætlaði að máta við kjólinn því þá kom í ljós að þeir voru ónýtir...
Ok ég skipti og fékk síðasta parið en þegar ég var svo að sýna Birnu skóna kom í ljós að síðasta parið var ekki gulllitað eins og ég ætlaði að fá heldur silfurlitað... passar ekki alveg við gullkjólinn minn...!! Veit ekki hvernig þetta fer - er ekki enn búin að redda þessu. Mig vantar líka sjal eða eitthvað álíka fyrir mig - finn það á fimmtudaginn vonandi..
Gunna föt eru samt komin - vú hú :) Og stelpunnar nema mig vantar skó á hana líka..
Já og make up og hárgreiðsla er komið hjá mér, búin að fara í prufu hjá Fíu&Bibbu og jiii þær gerðu mig bara sæta sko - og það er nú ekkert auðvelt starf ;O)
Skraut fyrir salinn... ja ég er ekkert búin að gera í þeim málum en það reddast vonandi... á eftir að ræða betur við skreytingastjórann og fara svo á stúfana og finna eitthvað..
Söngvarinn beilaði - frétti það í gær.. úps pínu panik. Er ekki búin að redda nýjum, er pínu stressuð en það hlýtur að reddast.. annars ætlar Mæja vinkona að rappa ;) Ja nema hún og Annsý endurveki dúettinn frá því í 30 afmælinu mínu, hann var nú ekki amalegur :O)
Ekki alveg búin að redda græjum heldur í salinn.. líka pínu stressuð með það en það hlýtur líka að reddast... lagalistinn er allavega kominn - þökk sé DJ-inum mínum ;)
Á eftir algjörlega að gera mig sæta.. eftir að fara í plokkun, litun, ljós, vax og jafnvel vafning ef það gefst tími í það :)
Og að lokum er ég lasin :( Búin að vera lasin síðan á fimmtudagskvöld - þvílík óheppni. Ætlaði að gera fullt um helgina en hafði ekki orku í neitt :( En ég hlýt að jafna mig fyrir laugardaginn!!