Tími fyrir smá bogg..
Það styttist heldur betur í jólin, úff ég er orðin mega spennt :) Það er að róast í vinnunni og ég virðist ætla að ná að gera allt hérna sem þarf að gera fyrir jól - vú hú sé fram á 9-10 daga frí og það er langþráð get ég sagt ykkur. Ég er orðin svo langþreytt eitthvað, er bara ekki að koma mér framúr á morgnana - ohh stundum vildi ég óska þess að ég væri morgunhani en ekki nátthrafn. Það hlýtur að vera æðislegt að VILJA vakna kl.06:30 og fara framúr að skokka eða eitthvað... mig langar bara alltaf að sofa til svona 12..
Litla systir útskrifaðist í gær, oh hún er nú bara duglegust og sætust :) Fórum í útkriftarveislu til hennar og úff þvílíku kræsingarnar, ég át á mig gat!
Ég er búin að opna 3 jólagjafir. Allar vinnutengdar og ég er ekki að fara að setja þær undir tréið svo ég opna þær bara - Gunnar á ekki orð hann er ekki svona forvitin eins og ég sko :)
Jæja best að fara að vinna, sé að ég hafði nú ekki frá neinu skemmtilegu að segja.. frekar tilgangslaust blogg eitthvað :)
En allavega GLEÐILEG JÓL allir :O)
Litla systir útskrifaðist í gær, oh hún er nú bara duglegust og sætust :) Fórum í útkriftarveislu til hennar og úff þvílíku kræsingarnar, ég át á mig gat!
Ég er búin að opna 3 jólagjafir. Allar vinnutengdar og ég er ekki að fara að setja þær undir tréið svo ég opna þær bara - Gunnar á ekki orð hann er ekki svona forvitin eins og ég sko :)
Jæja best að fara að vinna, sé að ég hafði nú ekki frá neinu skemmtilegu að segja.. frekar tilgangslaust blogg eitthvað :)
En allavega GLEÐILEG JÓL allir :O)