PEACE

laugardagur, desember 16, 2006

Gæsidígæs

Ég var gæsuð í gær. Djö rosalega fóru þær illa með mig maður, ég hefði ekki getað verið grunlausari!! Yfirmaðurinn minn sendi mig á einhvern fund út í bæ hjá Lyfjastofnun og ég bað Mæju að koma með mér... var ekki alveg að skilja hvernig þær vissu að ég myndi biðja Mæju að koma með mér en þá höfðu þær víst platað alla aðra til að segja nei muhahahaha en þess þurfti nú ekkert, ég fór beint til Mæju :)

Mæja drap mig næstum 3svar á leið niður á Lyfjastofnun, shit hvað við hlógum mikið við vorum bara í krampakasti frá því við lögðum af stað... þannig að stuðið byrjaði bara strax :) Fyrst datt ég næstum út úr bílnum - hurðin bara galopnaðist og Jesús mér brá svo að ég gargaði og þá gargaði Mæja líka og svo grenjuðum við úr hlátri. Stuttu seinna var svo mikil brunastækja inn í bílnum að við áttum allt eins von á eldglæringum við húddið.. en það var enginn reykur og enginn eldur svo við héldum bara áram en héldum niðri í okkur andanum :) Og að lokum fórum við inn á hringtorg með 2 öðrum bílum... lentum sko í miðjunni eins og samloka og fengum ekki fallegt augnráð frá gaurnum á innri hringnum og enn verra frá þeim á ytri hringnum.. úps.. en við bara hlógum :O)

Ég var sko á fullu að undirbúa mig fyrir fundinn á leiðinni, hringjandi hingað og þangað muhahaha er að segja ykkur það ég var gjörsamlega grunlaus :) Var einmitt í símanum þegar við komum á Lyfjastofnun og nokkrar vinkonurnar komu gargandi hahahaha shit hvað ég var hissa :)

Þær heltu í mig kampavíni og brunuðu með mig upp í Baðhús í dekur. Dekrið var yndislegt en ég var að pissa á mig allan tímann... endaði með því að ég stakk af úr afslöppuninni og fór á WC-ið :)

Því næst var ég klædd í svaka sexy samfellu og farið með mig að læra SÚLUDANS. Herregud það er ekki ég, úff ég var alveg hreint hræðileg og er með svo mikla strengi í dag að þið trúið því ekki - þetta tekur sko á :) En þetta var rosalega gaman - fínt að hafa prufað og vita að þetta liggur ekki fyrir manni :)

Því næst lá leiðin heim til Önnu Siggu þar sem við átum geðveikt góðan mat frá Austurlandahraðlestinni.. mmm ég fæ vatn í munninn við tilhugsunina :þ Fórum í Singstar og sáum að við syngjum allar svakalega vel en Rebba vinnur þetta samt alltaf og það kemur mér ekki á óvart, ég man eftir henni syngjandi á leið á Sigló hér í denn með BÓ Halldórs, hún kunni alltaf alla textana og söng eins og engill muhahahaha :)

Svo tók Svandís förðunarfræðingur okkur í gegn og málaði okkur svooo sætar :) Birna hárgreiðslumeistari fríkkaði upp á greiðslurnar og vá það var ekkert smá fríður hópur sem brunaði svo á SÁLARBALL, ohhhhh ég ELSKA Sálina. ELSKA hana. LOVE IT. Ballið var sjúklega skemmtilegt, ég dansaði gjörsamlega af mér lappirnar - ég sko veinaði þegar ég var að labba frá leigubílnum og inn í hús í nótt mér var svo illt í táberginu. Magni tók eitt lag á ballinu og það var SJÚKT. Ohhhh man stelpur hvað þetta var gaman, við entumst til FIMM á föstudegi - maður er alltaf dauður á föstudögum en ekki í gær, ó nei ó nei maður var sko í stuði :) Hefði ég getað gengið þá hefði ég haldið áfram, við ætluðum á Oliver þegar Nasa lokaði en ég bara gat ekki gengið þangað og Mæja var komin úr sínum skóm hún gat ekki gengið heldur - sýnir hversu svakalega var dansað :O) Ég held að það sé Birna sem hefur þessi áhrif á mann að maður bara endist og endist - ég endist alltaf lengst þegar hún er með í för :O)

En takk allar ÆÐISLEGA fyrir mig, þetta hefði ekki getað verið betra þið greinilega þekkið mig ekkert smá vel :O) Og ekkert smá gaman að Anna Lea var komin alla leið að NORÐAN - takk sæta :) Sú eina sem vantaði var Sigrún greyið sem var að læra fyrir próf :( Vonandi massaðirðu prófið Sigrún mín, á ekki von á öðru :)