PEACE

fimmtudagur, nóvember 09, 2006

UGLA

Ég verð að segja eins og er, ég skil ekki alveg fólk sem nefnir barnið sitt Ugla... oh sorry ef ég er að móðga einhvern en svona er misjafn smekkur manna.

Mér þykir samt vænt um þetta nafn því hún litla systir mín er Uglan mín :) Ég á sko bestu systir í heimi, hún er svo skemmtileg og ljúf og sæt og svo er hún líka besta frænka í heimi skv. Hafdísi Önju og held ég að það sé rétt ályktað hjá dóttur minni :o) En fyrir utan að vera með svipaðan húmor að þá erum við systurnar eins ólíkar og hægt er að vera og mér finnst hún stundum svo mikil "Ugla" :) En það er ekki illa meint og Uglur eru víst ofurgáfaðar og klár dýr mér finnst þetta nafn bara eiga svo vel við stundum muhahahaha en ég myndi samt aldrei nefna barnið mitt Uglu..

Jæja úr Uglunni og yfir í annað. Það er Þróunardagur í vinnunni hjá mér á morgun og þá fer hálft fyrirtækið út fyrir bæjarmörk og situr allskonar fyrirlestra yfir daginn og djammar svo um kvöldið. Ég var skipuð í "skemmtiatriða-hlutverkið". Oh ég skil ekki afhverju ég lendi alltaf í þessu því ég er svo hryllilega ófrjó og hugmyndasnauð og eiginlega bara alveg glötuð í þessu dæmi. En ég er nú svo súperheppin að hafa hana Önnu Siggu með mér og erum við búnar að vera að plana alveg roooosalegt atriði síðastliðna viku með tilheyrandi hlátri og látum, jiii hvað okkur finnst við fyndnar maður :o) Ég er samt alveg með í maganaum að þetta verði svo ekkert fyndið - að þetta sé kannski bara meira svona fyndið "in theory" og að við verðum síðan glataðastar uppi á sviði fyrir framan allt þetta fólk - og alla þessa yfirmenn... holy moly....

En vonandi mössum við þetta!!