PEACE

föstudagur, október 20, 2006

Át og ekkert annað en át..

Át-hátíðin byrjar snemma þetta árið hjá mér. Yfirleitt byrjar þetta upp úr miðjum nov en nei í ár byrjaði þetta fyrripart okt. Ég sé varla tilganginn í því að reyna að hreyfa mig og passa mataræðið, hvernig er það hægt með svona stundarskrá framundan:

Síðustu helgi fór ég út að borða á fös og svo í matarboð á lau. Stórskemmtilegt alveg og mmm maturinn alveg geggjaður í bæði skiptin.

Þessa helgi er ég á leiðnni á Silfur í kvöld og er mjööög spennt, skilst að þeir séu með bestu mohito-ana :) Og á sunnudagskvöldið fer ég aftur út að borða og svo í leikhús - líka mjöög spennt fyrir því :)

Næstu helgi ef mér boðið í 30 afmæli - með öllu sem tileyrir þesskonar veislum :)
Ætla að reyna að vera með matarboð líka þá helgi..

Helgina þar á eftir er það heil helgi upp í bústað með öllum sem tilheyrir þessháttar ferðum..

Helgina þar á eftir er það út að borða með vinnunni - þessir dagar enda alltaf í stuði :)

Helgina þar á eftir er ég víst að fara að halda huge U2 partý.....

Og svo byrja jólahlaðborðin þar á eftir... HERREGUD!

Kannski maður þurfi einmitt mest á því að halda að passa sig akkúrat núna til þess að enda ekki eins og BÚRHVALUR... ég er þó allvega bara eins og mörgæs núna :) Ætla að reyna að halda því bara þannig, held ég sé ekkert að setja markmiðið neitt hærra en það :)