PEACE

þriðjudagur, maí 02, 2006

Howdy People :)

Jæja maður er allur að hressast enda kominn tími til eftir 2 vikna slen og 2 læknisheimsóknir - það kostaði bara hátt í tíuþúsundkellinn að fá smá flensu maður..!!

Ég átti ógurlega bágt eitt kvöldið... eða eiginlega nóttina því klukkan var um tvö. Ég hóstaði eins og sækó og var með hita plús það að ég gat ekki hreyft mig fyrir harðsperrum og mig vantaði svo vatn. Gunni var frammi og reyndi ég að garga á hann en hann heyrði ekkert og þá voru nú góð ráð dýr... ég bara gat ekki staðið upp ég var með svo mikla strengi svo ég nýtti mér gemsann sem var á náttborðinu við hliðina á mér og pantaði mér eitt stk. vatnsglas :O) Sniðugir þessir farsímar maður :)

Einn daginn þegar ég sótti stelpuna á leikskólann eftir erfiða nótt spurði hún mig hátt og snjallt "mamma ætlar þú að sofa aftur í mínu rúmi í nótt??" Úps... gæti misskilist en ég hafði skipt við hana svo þau feðgin fengju nú einhvern svefn :) Einhverjir hausar sem snerust þarna á leikskólanum..

Einkaþjálfarinn verður bara harðari og harðari... en það er víst trikkið við að koma manni í form - að taka almennilega á því. Nautnaseggi eins og mér finnst svona púl djös bras...

Jæja best að láta þetta duga í bili og tékka á imbanum. Heyri reyndar í fótboltanum inn úr stofu en ég get sagt ykkur það að hljóðið sem kemur úr kassanum þegar fótboltinn er á gefur mér grænar bólur.... Þetta arg sem heyrist allan leikinn *HROLLUR*!! Tek ekki eftir því þegar ég horfi á leikinn sjálf en þegar ég sit hér inni í tölvunni fer þetta í mínar fínustu en ég reyni nú að segja ekkert þar sem þetta er víst mín geðveiki haha það sem maður getur látið fara í pirrurnar á sér :) Ég verð víst að viðurkenna að mig hlakkar nú pínu til að horfa á HM, ég er alveg svona stemmingsfótboltaáhorfandi og það er massa stemming alltaf yfir HM - alveg þar til liðin mín (þessi með fallegu mönnunum) detta út, þá er þetta allt hundleiðinlegt :(