PEACE

fimmtudagur, maí 18, 2006

ÁFRAM ÍSLAND :)

Oh já ég vona svo innilega að Silvía komist áfram í kvöld, þó svo að mér finnist hún orðin frekar þreytt þá verðum við að komast í úrslitakeppnina :)

Ég lenti í rosalegu um daginn. Var að keyra út úr hverfinu mínu á leið í vinnu um morguninn og ætla út á aðalgötuna en þarf að stoppa við gatnamót því það er að koma bíll. Eftir nokkrar sek heyrast þessi rosalegu læti fyrir utan bílinn minn og ég fæ sjokk og lít við og sé brjálaðan gamlan kall á rúðunni!! Shit fékk taugaáfall mér brá svo og skrúfa niður því ég hélt hann hefði bara hjólað á bílinn og væri slasaður að biðja um hjálp EN Ó NEI hann var sko ekki slasaður heldur BRJÁLAÐUR... Öskraði og öskraði á mig hver andskotinn væri að mér að leggja alveg við gatnamótin þannig að hjólandi vegfarandi þyrfti að taka á sig sveig til að komast framhjá bílnum (í stað þess að geta hjólað beint yfir götuna) svo bara öskraði hann pínu meira svona bara til að öskra og sína mér hvað hann var reiður og barði líka aðeins meira í bílinn. Dísus mér brá svo að ég baðst bara afsökunar á þessu og keyrði svo í burtu en sko dauðsé eftir því í dag - ég hefði átt að láta karlfíflið heyra það djös fáviti sem hann var!!! Stelpan mín var aftur í þar sem hann barði á rúðuna og í bílinn og spurði um þennan reiða kall í marga daga henni var svo brugðið - er fólk bara að ganga af göflunum úr frekju eða...?

Einkaþjálfuninni er lokið og gekk hún bara svaka vel fyrir utan síðasta daginn sem var í gær, þá sprakk ég big time :( Fékk mér súkkulaði um morguninn, smá kökusneið í hádeginu (vinnan var að bjóða), smá hlaup eftir matinn.... pizzu í kvöldmat og að lokum snickersís áður en ég fór að sofa!! Ekki góður dagur dagurinn í gær hvað átakið varðar en mér leið vel þegar ég var að fara að sofa, held að líkamanum hafi vantað allt þetta gumms :)