PEACE

laugardagur, mars 18, 2006

Sumarbústaðarferð

Já við Gunni skelltum okkur í sumarbústaðarferð í gær, ferð sem búið var að plana með meira en mánaðarfyrirvara :) Stelpunni var hent í pössun til ömmu sinnar og við drifum okkur af stað um leið og allir voru búnir að vinna og til í slaginn, pínu seint á ferðinni og var því spennan orðin mikil þegar við loks mættum á svæðið - ég gat ekki beðið eftir að komast í pottinn með bjór í hönd en fyrst varð þó að elda!!

Rebekka og Ömmi sóttu lyklana að bústaðnum og þegar þau komu tilbaka sögðu þau að hann hefði verið vitlaust bókaður, við hefðum verið bókuð í feb í stað mars en sem betur fer væri hann laus yfir helgina og allt í gúddí :) Jiii við hlógum sko að þessu, hefði verið svakalegt að fara að snúa við þarna hahaha búin að redda pössun, kaupa matinn og allir í þvílíkri stemmingu maður :)

Jæja mætum upp í bústað, tökum upp úr öllum pokum og göngum frá, skellum steikunum á grillið og hitum pottinn aaaaðeins meir en var hann samt tilbúinn....mmm..... Þar sem við sitjum og bíðum eftir að steikurnar verði tilbúnar mætir gaurinn sem sér um bústaðina.... hann var frekar vandræðalegur og ljóst að ekki voru fréttirnar góðar... Jújú bústaðurinn var víst bókaður yfir helgina og fólkið mætt, þeim hafði bara missést bókunin... FY FAN!!! Við alveg út úr kú, hmmmm sko steikin er á grillinu.... potturinn er tilbúinn og bíður eftir okkur... og við erum BÚIN AÐ KOMA OKKUR FYRIR... og OPNA BJÓRINN...?? Hann sagðist skyldi gefa okkur klukkutíma til að klára matinn og taka okkur saman og koma okkur út - þetta varð sem sagt stysta sumarbústaðarferð sem ég hef nokkurntíman farið í, þvílíkur BÖMMER en varla hægt annað en að hlæja :O)