Mánudagur - once again
Jájá það er alltaf annaðhvort mánudagur eða föstudagur... :)
Ég skellti mér í pallatíma á föstudaginn og þvílíkt stuð sem það var maður - eitthvað alveg fyrir mig :) Nema hvað áður en ég fór í tímann áttaði ég mig á því að það hafði orðið einhverskonar efnaslys í þvottahúsinu hjá mér en ég hafði engan tíma til að spá í það þar sem ég var að hlaupa út úr húsi en bað Gunnar að tékka á stöðunni þegar hann og daman kæmu heim. Þegar ég kom úr leikfiminni skellti ég mér í bað og eftir nokkrar min fannst mér eins og ég væri að brenna... skildi bara ekkert í þessu þar sem baðið var nú ekki svo heitt... Allt í einu mundi ég eftir efnaslysinu og hrópaði á Gunnar hvort eitthvað hefði farið í baðið....?? Hann hafði nú bara skolað tusku í baðinu (það hafði sprungið fituhreinsibrúsi inni í vaskahúsi) en það virtist duga, ég fékk svona upphleypt skinn á rassinn og húðinn aflitaðist aðeins og úff hvað mig sveið en þetta jafnaði sig þó bara á nokkrum tímum :)
EITTHVAÐ ANNAÐ EN HARÐSPERRURNAR.... shit ég gat ekki gengið alla helgina og lá því bara uppi í sófa að horfa á imbann eða lesa bók... sem var nú bara actually frekar nice :) Fengum þó fólk í heimsókn á laugardaginn og horfðum á Júróvisjón og tókum smá spil :) Ég kaus öll lögin 3 sem lentu í 1-3ja sæti svo ég var bara sátt :) Kaus þau reyndar aðallega því fólk var alltaf að tala um að það næði ekki inn svo ég varð að tékka... og náði alltaf inn...
Ég skellti mér í pallatíma á föstudaginn og þvílíkt stuð sem það var maður - eitthvað alveg fyrir mig :) Nema hvað áður en ég fór í tímann áttaði ég mig á því að það hafði orðið einhverskonar efnaslys í þvottahúsinu hjá mér en ég hafði engan tíma til að spá í það þar sem ég var að hlaupa út úr húsi en bað Gunnar að tékka á stöðunni þegar hann og daman kæmu heim. Þegar ég kom úr leikfiminni skellti ég mér í bað og eftir nokkrar min fannst mér eins og ég væri að brenna... skildi bara ekkert í þessu þar sem baðið var nú ekki svo heitt... Allt í einu mundi ég eftir efnaslysinu og hrópaði á Gunnar hvort eitthvað hefði farið í baðið....?? Hann hafði nú bara skolað tusku í baðinu (það hafði sprungið fituhreinsibrúsi inni í vaskahúsi) en það virtist duga, ég fékk svona upphleypt skinn á rassinn og húðinn aflitaðist aðeins og úff hvað mig sveið en þetta jafnaði sig þó bara á nokkrum tímum :)
EITTHVAÐ ANNAÐ EN HARÐSPERRURNAR.... shit ég gat ekki gengið alla helgina og lá því bara uppi í sófa að horfa á imbann eða lesa bók... sem var nú bara actually frekar nice :) Fengum þó fólk í heimsókn á laugardaginn og horfðum á Júróvisjón og tókum smá spil :) Ég kaus öll lögin 3 sem lentu í 1-3ja sæti svo ég var bara sátt :) Kaus þau reyndar aðallega því fólk var alltaf að tala um að það næði ekki inn svo ég varð að tékka... og náði alltaf inn...