PEACE

fimmtudagur, janúar 05, 2006

Góðan daginn :)

Jæja þá er maður risinn úr rekkju og orðin nokkuð sprækur bara q:o) Það var frekar glatað að vera veikur á áramótunum :'( en ég gerði mitt besta til að hrista af mér slenið og njóta kvöldsins en eftir sprengjurnar var ég bara búin á því og fór því upp í rúm en sendi makann í partý til fjölskyldunnar í næsta hús - já svona er ég hugulsöm :)

Hafið þið horft á Jamie Oliver þættina? Ég hef nú bara séð 2 þætti held ég af þessum skólaþáttum og OMG hvað ég er hneyksluð á mataræðinu sem er í skólunum þarna í UK...!! Það er verið að bjóða upp á hamborgara, franskar, djúpsteikta nagga og allskonar viðbjóð og ekkert grænmeti og enga hollustu.... AFHVERJU SEGJA FORELDRARNIR EKKERT?? Jesús ég yrði brjáluð ef þetta væri á boðstólnum í skólanum hjá dóttur minni, halló börnin eru að vaxa og þurfa NÆRINGU!! Og svo þegar Jamie kemur til að bjarga málunum og bjóða börnunum upp á hollan og staðgóðan mat, hvað gera foreldrarnir þá...?? Já þeir eru svo sniðugir að þeir senda sko börnin bara með nesti í skólann og í nestisboxinu er SNAKK, SLEIKJÓ, SÚKKULAÐI osfrv. vegna þess að barninu finnst hollur matur VONDUR.... Guð ég var svo yfir mig hneyskluð að ég var bara að missa mig fyrir framan Stevie!!

Og það sem var nú einna merkilegast var að í þeim skólum sem skipt hafði verið um mataræði og komin smá reynsla á þetta þá voru krakkarnir orðnir miklu rólegri, gekk betur að einbeita sér, þau sem höfðu þurft asma lyf eftir leiktíma höfðu ekki þurft það síðan nýja mataræðið komst á osfrv. Þetta kemur mér nú ekki mikið á óvart, ég finn það bara sjálf að ef ég fæ mér súkkulaði og hlaup í hádegismat að þá líður mér mikið verr en ef ég fæ mér kjúkling, salat og hrísgrjón...