PEACE

fimmtudagur, desember 08, 2005

DESEMBER

Oh ég elska desember, þessi mánuður er bara æði :) Alltaf svo mikið um að vera um helgar, við erum búin að skreppa út núna 3 helgar í röð held ég og farið í búðir, á jólaböll, út að borða og bara haft það notalegt fjölskyldan. Förum út um hádegisbil og komum heim þegar dagurinn er búinn - gæti ekki verið betra :) Og nú er fólk loks að taka við sér með að setja ljósin upp og þá er svo mikið notalegra að keyra í vinnuna og svona, ljósadýrð út um allt :) Eini ókosturinn við þennan mánuð er hvað hann er DÝR... fjúff... en mér er sama, ætla bara að njóta hans í botn :)

Átaksnámskeiðið fer að verða búið... frekar fljótt að líða skal ég segja ykkur :) Búið að ganga rosalega vel að mæta, held ég hafi alltaf mætt 5 sinnum í viku nema vikuna sem ég var lasin þá náði ég bara 3 tímum og var veik í 2 þeirra svo það var ekkert tekið svaða mikið á því þar... en ég er sátt við þetta :) Finn mikinn mun á þoli og svolítinn mun á fötunum og fólk segist já mun... hvort það er bara að reyna að vera kurteist veit ég ekki... hahaha :)

En ég er búinn að vera með svo mikinn bjúg á morgnana undanfarið að það er alveg agalegt, hringurinn minn sem er að detta af mér á kvöldin næst varla af puttanum á morgnana - ég bara skil þetta ekki :( Vigtaði mig ekki á laugardagsmorguninn þar sem það veldur bara þunglyndi að vigta sig með bjúg en þar sem hann virðist ekkert vera að fara vigtaði ég mig í gær og FOKKKKKK það var komið 1,5 kg aftur á mig :'( Mig langaði að grenja en ég ætla að kenna bjúgnum allavega um hluta af þessu og nú er ég byrjuð að taka ediktöflur sem eru vatnslosandi og ætla að reyna að ná bjúgnum af fyrir vigtun á þri svo það verði allavega einhver munur á vigtinni eftir 6 vikna púl!! En það er líka þolpróf á þriðjudag svo ég sé vonandi mun á einhverjum sviðum þar hehe er nokkuð viss um að ég hef bætt þolið :O)