PEACE

þriðjudagur, ágúst 30, 2005

SPES....

Við Rebekka skelltum okkur í tíma í Baðhúsinu í kvöld og það verður að segjast eins og er að kennarinn var svona frekar spes.... bara gaman af því :o) Verst hvað ég á erfitt með að halda niðri í mér hlátrinum og var ég því í kasti allan tímann og leit hún á mig þegar stutt var eftir og sagði "that one is wondering what the hell she is doing in this class with the weirdo teacher..." Ég gat nú lítið mótmælt hahaha.

En í tímanum flugu setningar eins og:

"Say yes Miss Darcy" ..... mér leið eins og ég væri komin aftur í tólf ára bekk hjá Ms.Brinkley :)
"Pretend you are ripping your sisters hair" ..... hún á greinilega ekki svona góða systur eins og ég :)
"Pretend this is your mother (tai bo..)" .... hún á definately ekki jafn yndislega móður og ég :)
"it's not my fault you're not in shape" .... það er reyndar satt...
"it's not my fault you ate the pizza" Fokk, át pizzu hálftíma fyrir tíma hahahaha :)

Já þær voru margar furðurlegar setningarnar og jiii hvað ég hló, hún var líka eins amerísk og þær verða en ég hafði bara gaman af henni, fínt að geta hlegið allan tímann sem maður er að hreyfa sig :)

Annars gengur bara vel að mæta á morgnana, ég er alveg stemmd til að lyfta lóðum svona snemma morguns en það gengur verr að koma niður prótein drykknum eftir tíma... Ég stefni samt á að fá mér próteindrykk alltaf eftir morguntímana, fékk 12 tíma kort á barinn þarna sem er mjög svo þægilegt að nýta sér strax eftir æfingu og sukkið hlýtur að venjast eins og annað :)