PEACE

mánudagur, júní 20, 2005

Mánudagur til mæðu...?

Ekki hjá mér, neibbs mér finnst þessi mánudagur bara stórfínn :O) Var að telja og það eru aðeins 15 vinnudagar eftir í sumarfrí, HOW SWEET IS THAT :) Það er lítið planað í sumarfríinu nema að slappa af og svo á reyndar að taka svona viku og ferðast aðeins um landið okkar, stefnum norður í land að skoða Ásbyrgi, Dimmuborgir, Mývatn ofl. og ég er bara mega spennt orðin!

Við vorum einmitt fyrir norðan um helgina og það var bara fínt fyrir utan það að á 17.júní var svona 5°C og RIGNING, urrr hvað það var kalt og ég var sko ekki ánægð þegar ég sá í sjónvarpinu blíðuna sem var hér í Reykjavík :( !! En þetta var fín afslöppun og alltaf gott að fá langa helgi ;)

Annars fátt í fréttum, vil samt skila batnaðarkveðju til Mæju vinkonu, svona er að stunda keiluna af svona miklu kappi - maður lendir bara í íþróttameiðslum :O) Gleymdi alveg að minnast á það en þegar ég fór með vinnunni í keilu átti Mæja fyrsta skotið (talar maður um skot...??) og keppnisskapið var svo rosalegt að hún skutlaðist með kúlunni lengst inn á braut og veltist þar um (í hringi sko) í fína kjólnum sínum..... GARRRGGGG hvað við hlógum mikið og salurinn klappaði fyrir henni enda hafa aðrir eins taktar bara ekki sést í þessari íþrótt :O)