PEACE

mánudagur, mars 14, 2005

VIKA

Jább bara að byrja á að segja ykkur að það er vika í Prag :)

Helgin var ljúf ;) Idol partý á fös - rosa stuð! Það mættu allskonar öfl í þetta partý, draugar ofl... það reyndar komst upp um drauginn og hann hét MARÍA ÓLAFSDÓTTIR!! Já mín var bara sniðug og las inn á símann hans Smára hringingu með einhverri svona furðulegri rödd "GUUUNNNI GUUUUNNNII....." og læddi svo símanum undir stólinn hans Gunna og hringdi í hann og þá byrjuðu lætin :) Fólk heyrði einhvern kalla á Gunna en enginn vissi hver hefði verið að kalla, maður varð nú bara hálf smeykur.... svo þagnaði röddin og fólk taldi sér trú um þetta hefði bara verið einhver vitleysa og byrjaði aftur að spjalla. Nokkru seinna var aftur byrjað að kalla á Gunna og þá komst upp um frk.fyndna sem hló manna mest, já henni finnst hún sniðug :O) Hvernig var þetta aftur - heimskur hlær að ... eitthvað ;)

Seinna um kvöldið flaug síminn minn yfir hálfa stofuna, á eftir að komast að því hvernig hún fór að því að framkvæma það!!

Restin af helginni var bara róleg, mjög svo notalegt enda mikið framundan og því gott að hlaða aðeins batteríin. Á föstudaginn næsta er svo einhver svona skemmtilegur dagur í vinnunni en farið verður á Selfoss sem er uppáhalds bærinn minn ;) Endað verður á veitingastaðnum þarna á Stokkseyri sem selur humar og get ég varla beðið eftir að fara þangað, búið að langa þangað svo lengi!! Þess má geta að ég bjó á Selfossi í 2 ár og var nokkur sumur á Stokkseyri hjá ömmu og afa, miklar taugar sem ég ber til þessa bæja muhahahahaha :O)

Á laugardaginn er planið að bruna norður með dömuna og skilja hana eftir *snökt* kvíður svo fyrir. Komum heim á sunnud. og pökkum og á mán er bara flogið út til Prag :O) Verðum þar í viku, get ekki beðið.... eins og þið hafið kannski tekið eftir hehe ;)

Helgina eftir að við komum heim er árshátíðin hans Gunna og hún er á KIRKJUBÆJARKLAUSTRI.... sem þýðir gisting og læti, ekki laust við smá móral þar sem barnið verður NÝ komið úr viku pössun... sé til hvort maður meiki þetta!

Jæja mánudagur og ný vinnuvika, best að fara að gera eitthvað af viti ;) Hafið það gott!!