PEACE

laugardagur, mars 19, 2005

STUÐ STUÐ STUÐ

Það var vinnuferð með vinnunni minni í gær og ég hef nú bara sjaldan upplifað jafn mikið stuð!

Eftir að hafa hlustað á fyrirlestra ALLAN daginn var ferðinni heitið á Draugasetrið á Stokkseyri. Við Mæjurnar löbbuðum þar í gegn og hlustuðum á 24 draugasögur minnir mig og það var gargað og hlegið og drukkið öl ;) GEÐVEIKT GAMAN!

Eftir draugasetrið var farið á Humarstaðinn þarna rétt hjá og troðið í sig geðveikt góðum humar, nammmm :þ *SLEF* Síðan voru skemmtiatriði sem voru einstaklega vel heppnuð... muhahaha allavega fannst okkur Mæju það - enda sáum við um þau ;) En það var allavega hlegið mikið og klappað mikið og allir virtust ánægðir ;)

Síðan var drukkið og sungið og drukkið og sungið í rútunni á leið í bæinn og þegar í bæinn var komið var farið í partý og þar var drukkið og dansað - sem sagt mega fjör! Ég ætlaði ekkert að drekka og koma snemma heim því í dag á að bruna norður með dömuna en ég bara stóðst ekki þetta svakalega stuð! En það virðist ekki hafa gert mikið til, er ekkert svo þunn - kannski smá svona ónot í gangi en 100% þess virði ;)

Jæja ætli ég bloggi nokkuð meira fyrr en ég kem heim frá Prag..?? Segi bara ADIOS AMIGOS!