PEACE

miðvikudagur, mars 09, 2005

ÁÁÁÁÁ -I!

Oh ég lenti í því á sunnudagsmorguninn að minn ástkæri villingur (einkabarnið) var að hoppa í rúminu mínu en ég var sofandi (sef sem sagt mjög fast) og það endar með því að hún hoppar upp og lendir síðan FULL FORECE með rassinn á hnakkann á mér - ÆÆÆÆ djö mar hvað það var ÓGEÐSLEGA vont - og er enn :(

Ég hélt nú samt bara áfram að sofa sem var ekki mjög gáfulegt því þegar ég fór svo á fætur gat ég varla gengið fyrir svima, hálsinn allur stífur og ég var með hausverk dauðans ásamt ógeði... Ég er enn að deyja í hausnum 3 sólarhringum síðar og fer til læknis á eftir, er svo heppin að það er svona fyrirtækis læknir hérna, annars hefði ég nú varla nennt, maður bíður alltaf bara eftir að manni batni svona sjálfkrafa ;) Enda á ég nú ekki von á öðru en að læknirinn segi það sama, að þetta jafni sig með tímanum!

Svo er það idol partýið á fös - vú hú ;) Hef nú ekki Gvend um það hversu margir mæta því það er eitthvað bras hjá flestum :( Ein þarf að treysta á að það verði flogið frá Krók, 2 segja að það fari eftir pössun, einn gæti þurft að fara út á land, einn veit ekki hvort hann á að dömpa vinum sínum og koma frekar til mín (eins og það sé SPURNING..??) en það eru nú allavega einhverjir pottþéttir, þetta verður fjör hvort sem við verðum 5 eða 15 hehe ;)

Annars bara fátt í fréttumm þessa dagana, ég er föst inni á mbl en það er smá bras því allt sem mér finnst flott kostar 40 millur eða meira... nenni ekki út í svoleiðis dæmi.... en það gæti breyst eins og annað, ég skipti um skoðun í húsnæðismálum á klukkutíma fresti, ekkert að marka það sem ég segi!