PEACE

þriðjudagur, desember 21, 2004

Já já ég veit upp á mig sökina!!

Ég er bara búin að missa blogg tötsið... ef ég þá hafði það nokkurntímann haha ;)

En ég get svo sum sagt ykkur það að ég hélt með Chris í Survivor í gær - alveg þangað til að hann rak Elizu burt! Og ég sem hef aldrei þolað Elizu, búin að bíða eftir að hún yrði rekin heim þátt eftir þátt eftir þátt og svo bara allt í einu hélt ég pínu með henni.... maður er stundum skrítin skrúfa!! Svo herma fregnir að hóstinn hann Jeff og sæta stelpan hún Julie ("litla systir" Chris.. sem hann sveik..) séu par í dag, hún 24 og hann 42 eða 43... gaman að því að þegar ég var 24 þá var pabbi minn einmitt 42 hahahaha :þ

Og í idolinu þá kaus ég Lísu, fannst hún langbest :)

Held ég hafi ekki meiri fréttir af raunveruleikaheiminum.... missti af The Block í gær *grenj* hey jú ég held alveg mega mikið með svarta parinu í Amazing Race.. síðasti þátturinn í kvöld - shit verð að láta taka hann upp! Hey jú jú og The Apprentice þá held ég með Kelly en kræst hvað það er mikið af fólki þar eftir sem ég myndi ALDREI ráða sem framkvæmdarstjóra í mitt fyrirtæki.... skil ekkert í Trömp að skilja eftir svona lélega einstaklinga og reka burt þessa góðu - eins og Raj :) þessi ljóshærða heimska þarna sem fattar aldrei neitt en tekur kredit fyrir allt er sú sem fer lang mest í taugarnar á mér - OJ!

Mér eru í alvöru alltaf að detta í hug hlutir sem ég ætla að setja á bloggið en ég bara man þá ALDREI þegar ég svo loks kemst í að skrifa eitthvað... Hugsi hugs...... Það er reyndar pínu fyndið að stelpurnar hér í vinnunni halda að ég sé skósjúk... ég sem hef þvílíkt lítinn áhuga á skóm haha þær eru ekki alveg að kaupa það... kannski vegna þess að sú sem vinnur hérna bara á föstudögum segir að ég hafi keypt mér skó í 3 síðustu skipti sem hún hefur verið að vinna... held það sé samt ekki alveg satt ;) Þetta er eins með hana Mæju, hún er búin að gefa út þá yfirlýsingu að hún sé ekki fatafrík en kemur nú samt með nýja flík í vinnuna í hverri viku hahaha já við erum svolítið skrítnar við Mæjurnar hjá Actavis ;) Rétt að taka það fram að hún kaupir sko enn meira af skóm en af fötum hún Mæja svo ég er ekki með neitt samviskubit yfir mínum skókaupum :)

Jæja blogga meira seinna, góð hugmynd að jólagjöf handa mér væri svona vasaminnistölva - þá gæti ég hripað niður allar sniðugu blogghugmyndirnar mínar um leið og ég fæ þær og bloggið mitt yrði alvöru blogg en ekki bara TV-blogg ;)