PEACE

fimmtudagur, ágúst 05, 2004

Breyttir tímar - barna tímar..

Ég varð pínu andvaka í gær, andvaka af áhyggjum vegna 2 ára afmæli dótturinnar! Ég er ekki að nenna að halda eitthvað svaka upp á það, haldið þið að henni sé ekki bara nokk sama..? Fékk svo þá snilldar hugdettu að bjóða bara krökkunum sem hún þekkir, þegar hún fæddist var um 2 að ræða, Veroniku og Almar Óla en svo fór ég að telja þetta í gær og núna 2 árum seinna eru þeir svona 20 stk... uuuuu... svo sú hugmynd var ekkert svo frábær lengur :( Sjáum til hvað við gerum, nenni ekki að spá meira í þetta í bili!

Gunnar var með áhyggjur líka, áhyggjur af Bónus pokanum sem stelpan fór með á leikskólann muhahahahahha ég hló svo mikið að ég hélt ég yrði ekki eldri :´) Hann sagðist hræddur um að hún fattaði það hvað hún væri hallærisleg með regngallann og dótið sitt í Bónuspoka og sagði mér að drífa mig í búð að kaupa flotta tösku strax í hádeginu í dag... ætli ég hlýði ekki svo dóttirin verði nú ekki fyrir andlegum skaða vegna Bónus pokans ;) Þetta minnti mig á það þegar ég var með Mæju, Önnu Siggu og Rebekku að skralla eitthvað hér um árið og ég var með dótið mitt í Bónus poka, hélt að Rebekka og Anna Sigga myndu skilja mig eftir þeim fannst ég svo MEGA HALLÓ... mætti því með fjólubláu íþróttatöskuna mína núna seinast, með bláu, gulu og grænu rosa flottu munstri á hliðinni sem ég keypti í Sverige árið 1991... Ekki var mér minna strítt í það skiptið.. held ég hafi nú bara hlotið smá skaða af þessu og skil núna hvað Gunnar er að fara, kannski ég kaupi flotta tösku bara handa mér líka í hádeginu ;)