PEACE

fimmtudagur, júlí 01, 2004

Ekki alveg með á nótunum...

Maður er nú stundum hálf klikk.... Ég prufaði buxnableyjur um daginn á dömuna mína en fannst þær svo óhentugar þegar barnið gerði nr.2... þá þurfti ég að leita að skærum til að klippa þær af og stundum var krakkinn á fullu iði á meðan ég reyndi að klippa og ég veit ekki hvað og hvað, bara MEGA bras svo ég hætti að nota þær... Síðan benti hún Kristín mér á það þegar ég var að ræða þessa erfiðleika við hana að þær væru sko hannaðar þannig að það væri lítið mál að rífa þær á hliðinum.... úps :) Þegar maður spáir í það þá meikar það auðvitað svolítið meira sens en að maður þurfi að vera að klippa með skærum hjá litlum króga sem getur ekki verið kyrr... dísús hvað maður er tómur stundum :)

Ætla að fjárfesta í buxnableyjum aftur fljótlega muuuuuuuuuuuuuuuuu :)